Rúnar Már opnaði markareikning

Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.
Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt marka St. Gallen í sannfærandi 3:0-sigri liðsins gegn Lugano í 23. umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Þetta var fyrsta mark Rúnars Más fyrir St. Gallen, en hann gekk til liðs við félagið á láni frá Grasshoppers í janúar síðastliðnum. Rúnar Már hefur leikið fjóra leikið fjóra deildarleiki fyrir St. Gallen.  

St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir þennnan sigur, en liðið er í harðri baráttu við Lugano, Luzern og Grasshoppers um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. 

St. Gallen komst upp fyrir Lugano með þessum sigri, en Lugano er í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig og Luzern og Grasshoppers eru í sætunum þar fyrir neðan með 30 stig.

Liðin sem hafna í þriðja og fjórða sæti deildarinnar tryggja sér þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. 

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Grasshoppers með einu marki gegn engu. Guðlaugur Victor var áminntur með gulu spjaldi á 78. mínútu leiksins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert