Svekkjandi sænskt tap

Alexis Sánchez lék fyrir Síle í leiknum.
Alexis Sánchez lék fyrir Síle í leiknum. AFP

Svíþjóð og Síle hita nú upp fyrir HM í Rússlandi í sumar og mættust þau í vináttuleik í Stokkhólmi í dag. Svo fór að Síle hafði nauman sigur, 2:1. Marcos Bolados skoraði sigurmarkið á síðustu mínútunni.

Arturo Vidal kom Síle yfir á 22. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Ola Toivonen og var staðan í hálfleik 1:1. Eins og áður segir skoraði Bolados svo sigurmarkið í blálokin. Svíþjóð mætir Rúmeníu í vináttuleik á þriðjudaginn kemur á meðan Síle mætir Danmörku sama dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert