Hólmbert með tvö í sigri

Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn með fjögur mörk í fjórum …
Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum í Noregi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson fer vel af stað með liði Álasunds í norsku B-deildinni í knattspyrnu og skoraði tvö mörk í 4:0 sigri liðsins á Tromsdalen í dag. Hólmbert er þar með kominn með með fjögur mörk í fjórum leikjum.

Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn á miðjunni hjá Álasundi og Daníel Grétarsson kom inn á sem varamáður á 82. mínútu á meðan að Adam Örn Arnarson var ekki í hópi í dag. Álasund hefur 10 stig ásamt Notodden í toppsætinu með 10 stig eftir fjórar umferðir.

Í efstu deild Noregs lék Aron Sigurðarson allan leikinn og Krisján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður á 55. mínútu hjá Start sem tapaði 2:0 gegn Matthíasi Vilhjálmssyni og félögum í Rosenborg. Matthías lék ekki vegna meiðsla og Guðmundur Andri Tryggvason var allan tímann á bekknum hjá Start. Rosenborg hefur 11 stig í 4. sæti en Start 3 stig í botnsætinu eftir fimm leiki með þrju stig  í 16. sæti. Aðeins þrjú stig eru upp í 10. sæti.

Markvörðurinn Ingvar Jónsson og miðjumaðurinn Emil Pálsson voru báðir allan tímann á varamannabekk Sandefjord sem tapaði 4:1 gegn Tromsø. Sandefjord hefur fimm stig eftir sex leiki í 11. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert