23 manna hópur Argentínu klár

Lionel Messi er fyrirliði Argentínu.
Lionel Messi er fyrirliði Argentínu. AFP

Jorge Sampaoli, þjálfari argentíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið 23 manna hóp til þess að fara á HM í Rússlandi.  Mauro Icardi, framherji Inter Mílanó, varð ekki fyrir valinu en hann skoraði 29 mörk í 34 leikjum í ítölsku 1. deildinni.

Paulo Dybala, framherji ítalska meistaraliðsins Juventus, var hins vegar valinn. Fjölmörg kunnugleg nöfn eru í hópi Argentínumanna, þar á meðal að sjálfsögðu Lionel Messi, leikmaður Barcelona, Sergio Agüero, leikmaður Manchester City, Gonzalo Higuain, leikmaður Juventus, og Marcos Rojo, leikmaður Manchester United.

Hópurinn er sem hér segir:

Markverðir:

Franco Armani (River Plate)
Willy Caballero (Chelsea)
Sergio Romero (Manchester United)

Varnarmenn:

Marcos Acuna (Sporting CP)
Cristian Ansaldi (Torino)
Federico Fazio (Roma)
Gabriel Mercado (Sevilla)
Nicolas Otamendi (Manchester City)
Marcos Rojo (Manchester United)
Nicolas Tagliafico (Ajax)

Miðjumenn:

Ever Banega (Sevilla)
Lucas Biglia (AC Milan)
Javier Mascherano (Hebei China Fortune)
Angel Di Maria (Paris Saint-Germain)
Manuel Lanzini (West Ham)
Giovani Lo Celso (Paris Saint-Germain)
Maximiliano Meza (Independiente)
Eduardo Salvio (Benfica)
Cristian Pavon (Boca Juniors)

Sóknarmenn:

Sergio Aguero (Manchester City)
Paulo Dybala (Juventus)
Gonzalo Higuain (Juventus)
Lionel Messi (Barcelona)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert