Ekki lengi að velja nýjan markvörð

Willy Caballero kemur væntanlega til með að standa á milli …
Willy Caballero kemur væntanlega til með að standa á milli stanganna í leiknum gegn Íslendingum. AFP

Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu, var ekki lengi að velja nýjan markvörð í landsliðshópinn en fregnir bárust af því í gærkvöld að Sergio Romero, aðalmarkvörður Argentínu, hefði orðið fyrir meiðslum og muni ekki spila á HM í Rússlandi.

Sampaoli valdi Nahuel Guzman í stað Romero en hann leikur með liði Tigres í Mexíkó og á sex landsleiki að baki. Fyrir í hópnum voru markverðirnir Willy Caballero úr Chelsea og nýliðinn Franco Armani sem leikur með River Plate.

Líklegt þykir að Caballero taki við stöðu Romero sem aðalmarkvörður Argentínu, sem verður fyrsti andstæðingur Íslendinga á HM en þjóðirnar mætast í Moskvu 16. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert