Can fékk tvo milljarða við undirskriftina

Emre Can er ekki á flæðiskeri staddur eftir að hafa …
Emre Can er ekki á flæðiskeri staddur eftir að hafa skrifað undir hjá Juventus. Ljósmynd/@juventusfc

Emre Can, fyrrverandi miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við ítölsku meistarana í Juventus. Can kemur til Juventus á frjálsri sölu en samningur hans við Liverpool rennur út um mánaðarmótin næstu.

Juventus þurfti því ekki að borga krónu fyrir þennan öfluga miðjumann sem hefur verið í herbúðum Liverpool frá árinu 2014. Liverpool Echo greinir frá því í dag að Can hafi fengið 14 milljónir punda fyrir að skrifa undir hjá Juventus en það samsvarar rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna.

Þessar fréttir hafa farið illa í stuðningsmenn Liverpool en Can ítrekaði margoft í viðtölum í vetur að ástæðan fyrir brotthvarfi hans væru ekki peningar. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool náði því besta út úr Can og lagði mikla áherslu á að halda honum hjá félaginu en allt kom fyrir ekki og hann skrifaðu undir samning við Juventus í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert