Van Bommel tekinn við PSV

Mark van Bommel er tekinn við PSV.
Mark van Bommel er tekinn við PSV.

Mark van Bommel er tekinn við sem þjálfari PSV Eindhoven en þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins. Van Bommel, sem skrifaði undir þriggja ára samning, tekur við af Philip Cocu sem er farinn til Fenerbahçe. 

Van Bommel á afar farsælan feril að baki sem leikmaður. Hann spilaði með liðum á borð við Barcelona, Bayern München og PSV. Hann á auk þess 79 landsleiki að baki fyrir hollenska landsliðið. Þjálfarareynsla hans er þó takmörkuð. Undanfarin ár hefur hann þjálfað U-19 ára lið PSV auk þess að aðstoða Bert van Marwijk hjá Sádí-Arabíu og nú hjá Ástralíu.

Hjá PSV er íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson. Það verður spennandi að sjá hvort að Van Bommel muni gefa honum fleiri tækifæri heldur en fyrirrennari hans Cocu gerði á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert