Markmiðið að vinna Meistaradeildina

Lionel Messi var gerður að fyrirliða Barcelona á dögunum.
Lionel Messi var gerður að fyrirliða Barcelona á dögunum. AFP

Lionel Messi, sóknarmaður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir að það sé markmið númer eitt hjá sér, fyrir komandi leiktíð, að vinna Meistaradeild Evrópu. Messi var gerður að fyrirliði spænska liðsins á dögunum eftir að Andrés Iniesta gekk til liðs við Vissel Kobe í Japan.

„Ég vil byrja á því að segja að það er mikill heiður fyrir mig, persónulega, að taka við fyrirliðabandinu hjá þessu magnaða félagi,“ sagði Messi í samtali við spænska fjölmiðla á dögunum. „Ég veit hvað það þýðir að vera fyrirliði hérna og ég hef haft frábæra leiðbeinendur í gegnum tíðina í þeim Puyol, Xavi og Iniesta.“

„Árið í fyrra var gott, við unnum spænsku 1. deildina og bikarkeppnina. Við féllum hins vegar úr leik í Meistaradeildinni í átta liða úrslitum keppninnar og við ætlum okkur að gera betur í ár. Við ætlum okkur að vinna Meistaradeildina í ár,“ sagði Messi en Barcelona vann síðast Meistaradeild Evrópu árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert