Zamorano til Skagamanna

Gonzalo Zamorano skrifar undir samninginn við ÍA.
Gonzalo Zamorano skrifar undir samninginn við ÍA. Ljósmynd/ÍA

Skagamenn, sem tryggðu sér sigur í Inkasso-deildinni í sumar og leika í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð, hafa samið við spænska sóknarmanninn Spánverjann Gonzalo Zamorano til tveggja ára. Þetta kemur fram á vef ÍA í dag.

Zamorano, sem er 23 ára gamall, lék með Víkingi Ólafsvík á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 10 mörk í 20 leikjum með liðinu í Inkasso-deildinni en í fyrra spilaði hann með liði Hugins í 2. deildinni þar sem hann skoraði 16 mörk í 22 leikjum.

„Ég er mjög ánægður með samninginn við ÍA og ég get ekki beðið eftir því að byrja nýtt tímabili ogtakast á við þá nýju áskorun sem er framundan,“ segir Zamorano á vef ÍA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert