Verður Barcelona dæmt úr leik?

Leikmenn Barcelona fagna marki.
Leikmenn Barcelona fagna marki. AFP

Svo getur farið að Spánarmeistarar Barcelona verði dæmdir úr leik í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Spænska blaðið El Mundo greinir frá þessu en það segir að Barcelona hafi notað ólöglegan leikmann í fyrri leiknum gegn Levante en síðari leikur liðanna fer fram í kvöld. Levante vann fyrri leikinn 2:1.

El Mundo segir að Barcelona hafi teflt fram leikmanni sem mátti ekki spila þar sem hann var í leikbanni. Umræddur leikmaður er Juan Brandariz sem spilar að jafnaði með varaliði Barcelona. Um síðustu helgi fékk hann gult spjald í leik á móti Castellon í viðureign liðanna í C-deildinni. Það var hans fimmta gula spjald á tímabilinu sem þýðir sjálfkrafa eins leiks bann sem gildir líka í bikarnum.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert