Sigurmark Kristófers Inga (myndskeið)

Kristófer Ingi Kristinsson.
Kristófer Ingi Kristinsson. Ljósmynd/Willem II

Eins og mbl.is sagði frá í gær var Kristófer Ingi Kristinsson hetja Willem II þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Twente og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær.

Kristófer skoraði sigurmarkið með laglegum skalla á 86. mínútu, tólf mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Markið má sjá hér að neðan.

Kristó­fer Ingi, sem er 19 ára gam­all, hef­ur komið við sögu í níu leikj­um Wil­lem II í deild­inni og hef­ur í þeim skorað eitt mark. Kristó­fer lék með Stjörn­unni áður en hann fór til Hol­lands árið 2016. Hann hef­ur leikið með öll­um yngri landsliðum Íslands, sam­tals 32 leiki og hef­ur í þeim skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert