Ronaldo með 98 landsliðsmörk

Cristiano Ronaldo átti gott kvöld.
Cristiano Ronaldo átti gott kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu er Portúgal vann sannfærandi 6:0-sigur á Litháen í undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Ronaldo er þar með kominn með 98 mörk fyrir Portúgal í 163 landsleikjum. 

Ronaldo skoraði fyrsta, annað og sjötta mark Portúgals í kvöld og er liðið komið langt með að tryggja sér sæti í lokakeppninni á næsta ári. Nægir Portúgal sigur á Lúxemborg á útivelli á sunnudag. 

Portúgalska markavélin er komin upp í annað sæti yfir markahæstu leikmenn allra tíma fyrir karlalandslið. Þar trónir á toppnum Ali Daei sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 109 mörk fyrir Íran á sínum tíma. 

Í þriðja sæti er Ungverjinn Ferenc Puskás sem skoraði 84 mörk og Japninn Kunishige Kamamoto er fjórði með 80 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert