Lítið hefur breyst

Sindri vísar í pistlinum í grein sem skíðamaðurinn Sturla Snær …
Sindri vísar í pistlinum í grein sem skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason skrifaði á dögunum. AFP

Það að skara fram úr á heimsvísu krefst mikils meira en þess að hafa framúrskarandi hæfileika, í því umhverfi sem íþróttafólki hefur verið skapað hér á landi.

Þeir sem ætla sér að ná langt þurfa vissulega hæfileika en svo þurfa þeir annaðhvort að hafa óhemju öflugt bakland (lesist: ríka foreldra) eða vera afburðagóðir sölumenn. Og hvað eiga þeir að selja? Jú, sjálfa sig. Leiðin fyrir Jón og Gunnu á verðlaunapall á Ólympíuleikum krefst þess að þau séu góð í að selja eigin ímynd til fyrirtækja og ná sér þannig í styrktarsamninga.

Þetta skrifaði ég hér í blaðið fyrir fimm árum þegar ég velti vöngum yfir stöðu okkar fremsta íþróttafólks í einstaklingsgreinum. Þessari staðreynd um að það færi eftir geðþótta forkólfa fyrirtækja hvort og hvaða íslensku íþróttamenn gætu lifað í þannig umhverfi að þeir gætu sinnt sinni íþrótt nægilega vel til að standast alþjóðlegan samanburð.

Miðað við skrif íþróttafólks undanfarnar vikur hefur lítið breyst í þessum málum, þrátt fyrir að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ hafi hækkað mikið eða úr 70 milljónum króna árið 2015 í 400 milljónir króna á þessu ári. 

Pistil Sindra í heild sinni er að finna í Bakverði í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert