Kastaði reiðhjóli í lögreglumann

Stuðningsmenn kveikja á blysum fyrir utan Parken-völlinn í Kaupmannahöfn.
Stuðningsmenn kveikja á blysum fyrir utan Parken-völlinn í Kaupmannahöfn. AFP

Átta karlmenn voru handteknir vegna óláta sem sköpuðust í Kaupmannahöfn vegna leiks FC Kaupmannahafnar og Malmö í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Einn þeirra er á leiðinni í steininn fyrir að kasta reiðhjóli í lögreglumann. 

„Hann verður kærður vegna ofbeldis í garð lögreglumanns. Hann kastaði reiðhjóli í lögreglumanninn,“ sagði Søren Lauritsen, yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn. 

Maðurinn er á þrítugsaldri, danskur og stuðningsmaður FC Kaupmannahafnar. Mikill rígur er á milli félaganna, enda stutt á milli Malmö og Kaupmannahafnar. Hinir sjö stuðningsmennirnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Fimm lögreglumenn slösuðust í ólátunum, en enginn alvarlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert