City miklu betri í Búdapest

Bernardo Silva fagnar fyrsta marki leiksins.
Bernardo Silva fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Manchester City vann þægilegan 2:0-sigur á Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta. Leikið var á Puskás Arena í Búdapest þar sem ekki má ferðast frá Englandi til Þýskalands. 

City, sem er með tíu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á mikilli siglingu, var betri aðilinn frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað orðið stærri. 

Portúgalinn Bernardo Silva kom enska liðinu yfir á 29. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá landa sínum Joao Cancelo. Gladbach komst lítið yfir miðju í hálfleiknum en þrátt fyrir það var staðan í hálfleik 1:0. 

Seinni hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri; City með öll völd og Gladbach í vandræðum. Annað markið kom loks á 65. mínútu er Gabriel Jesus kláraði af stuttu færi eftir undirbúning hjá Cencelo og Silva. 

Gladbach fékk gott tækifæri til að gera seinni leikinn meira spennandi en Hannes Wolf tókst ekki að koma boltanum framhjá Ederson í marki City á lokamínútunni eftir slaka sendingu frá Rodrigo og urðu mörkin því ekki fleiri. 

Seinni leikur einvígsins fer fram á Etihad-vellinum í Manchester 16. mars næstkomandi. 

Gladbach 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. Þetta er búið að vera þægilegt kvöld fyrir City.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert