Leicester úr leik - Milan naumlega áfram

Leicester er úr leik eftir tap gegn Slavia Prag.
Leicester er úr leik eftir tap gegn Slavia Prag. AFP

Leicester er úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 0:2-tap fyrir Slavía Prag á heimavelli í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Lukas Provod tékkneska liðinu yfir á 49. mínútu. Hálftíma síðar skoraði Abdallah Sima og þar við sat.

Ítalska stórveldið AC Milan er komið áfram með naumindum eftir 1:1-jafntefli gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu á heimavelli. Franck Kessié kom Milan yfir á 9. mínútu með marki úr víti, en El Fardou Ben jafnaði á 24. mínútu og þar við sat. Fyrri leikurinn endaði með 2:2-jafntefli og fer Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

AC Milan fór naumlega áfram.
AC Milan fór naumlega áfram. AFP

Þá er ítalska liðið Roma komið áfram eftir 2:1-sigur á Braga frá Portúgal. Edin Dzeko kom Roma yfir á 23. mínútu og var það eina fyrri hálfleiks. Carles Pérez tvöfaldaði forskot Roma á 74. mínútu áður en Braga minnkaði muninn með sjálfsmarki í lokin. Roma vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið því 4:1.

Young Boys frá Sviss vann sterkan 2:0-útisigur og Bayern Leverkusen og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum. Jordan Siebatcheu kom Young Boys yfir á 47. mínútu og Christian Fassnacht bætti við öðru marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Young Boys vann fyrri leikinn 4:3 og einvígið samanlagt 6:3.

Úrslit úr Evrópudeildinni:
Club Brugge – Dynamo Kíev 0:1 (samanlagt 1:2)
Leverkusen – Young Boys 0:2 (samanlagt 3:6)
Dinamo Zagreb – Krasnodar 1:0 (samanlagt 2:0)
Leicester – Slavia Prag 0:2 (samanlagt 0:2)
Manchester United – Real Sociedad 0:0 (samanlagt 4:0)
AC Milan – Rauð stjarnan 1:1 (samanlagt 3:3 og Milan áfram)
PSV Eindhoven – Olympiacos 2:1 (samanlagt 4:5)
Roma – Braga 3:1 (samanlagt 5:1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert