Kolbeinn í miklu stuði gegn AIK

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði tvívegis í fyrri hálfleik í leik IFK Gautaborgar og AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöd. 

Kolbeinn skoraði strax á 3. mínútu og bætti við marki á 38. mínútu. Mörkin réðu úrslitum í leiknum því Gautaborg vann 2:0. 

Er þetta í fyrsta skipti sem Kolbeinn byrjar inni á í deildarleik fyrir Gautaborg en hann lék með AIK á síðasta tímabili og kom inn á sem varamaður í leik Gautaborgarliðsins í fyrstu umferðinni um fyrri helgi.

Honum tókst ekki að skora fyrir AIK í átján leikjum í sænsku deildinni en var einungis þrjár mínútur að komast á blað á móti AIK í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert