Mögnuð endurkoma Dortmund

Marcel Sabitzer fagnar marki sínu sem skildi á milli.
Marcel Sabitzer fagnar marki sínu sem skildi á milli. AFP/Ina Fassbender

Borussia Dortmund tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla með fræknum sigri á Atlético Madríd, 4:2, í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum í Dortmund.

Fyrri leiknum í Madríd lauk með 2:1-sigri Atlético og vann Dortmund einvígið því samanlagt 5:4 og mætir París SG í undanúrslitum.

Í kvöld komst Dortmund í 2:0 með mörkum frá Julian Brandt og Ian Maatsen í fyrri hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks varð Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og eftir rúmlega klukkutíma leik var Ángel Correa búinn að jafna metin fyrir gestina frá Madríd.

Niclas Füllkrug kom hins vegar Dortmund í forystu að nýju á 71. mínútu með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf Marcel Sabitzer áður en Sabitzer innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert