„Guardiola er heiðursmaður“

Pep Guardiola og Carlo Ancelotti fallast í faðma eftir leikinn …
Pep Guardiola og Carlo Ancelotti fallast í faðma eftir leikinn í gærkvöldi. AFP/Darren Staples

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madríd, var að vonum kátur eftir að lið hans sló ríkjandi Evrópumeistara Manchester City úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Real Madríd hafði betur í vítaspyrnukeppni á Etihad-leikvanginum í Manchester og mætir Bayern München í undanúrslitum.

„Þetta eru frábær úrslit sem við færðum miklar fórnir til þess að ná í. Við vörðumst vel og það var eina leiðin til þess að vinna hérna,“ sagði Ancelotti í samtali við Amazon Prime á Ítalíu eftir leik.

Í samtali við spænsku sjónvarpsstöðina Movistar bætti Ítalinn við:

„Pep Guardiola er heiðursmaður og hefur alltaf verið. Hann óskaði okkur til hamingju, óskaði okkur góðs gengis og það er eitthvað sem alvöru herramaður gerir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert