Leverkusen áfram eftir jafntefli í London

Jeremie Frimpong fagnar marki sínu í kvöld
Jeremie Frimpong fagnar marki sínu í kvöld AFP/ Ben Stansall

Nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen voru nálægt því að tapa sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið mætti West Ham á London Stadium í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leverkusen hafði ekki tapað í 43 leikjum í röð en voru 1:0 undir þar til á 89. mínútu gegn West Ham. Michail Antonio kom heimamönnum yfir snemma leiks en Jeremie Frimpong jafnaði undir lokin og niðurstaðan 1:1 jafntefli. Leverkusen vann fyrri leikinn 2:0 og fylgir Atalanta og Roma í undanúrslitin. Framlengin stendur yfir í leik Marseille og Benfica.

Roma unnu fyrri leikinn gegn AC Milan og komust 2:0 yfir snemma leiks í Rómarborg í kvöld. Gianluca Mancini og Paolo Dybala skoruðu fyrir Rómverja. Mehmet Celik fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu í liði heimamanna en AC Milan minnkaði muninn undir lok leiksins með marki Matteo Gabbia. Theo Hernandez var rekinn af velli í liði gestanna í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert