Bob Sura fær ekki skráða á sig þrefalda tvennu vegna "svika"

Forsvarsmenn NBA-deildarinnar í körfuknattleik hafa úrskurðað að leikmaður Atlanta Hawks, Bob Sura, fái ekki skráð á sig þrefalda tvennu í leik liðsins gegn New Jersey Nets aðfaranótt þriðjudags. Sura hafði náð þrefaldri tvennur í tveimur leikjum liðsins þar á undan og gat orðið sá fyrsti frá árinu 1997 til þess að ná þrefaldri tvennu í þremur leikjum í röð. Sura hafði skorað 22 stig, gefið 11 stoðsendingar og tekið 9 fráköst er skammt var eftir af leiknum gegn Nets.

Sura lék sér að því að misnota skot af stuttu færi til þess að ná sóknarfrákastinu, og þar með þrennunni á ný. Forsvarsmenn NBA-deildarinnar gripu í taumana í dag og sögðu að ekki hafi verið um skottilraun að ræða hjá Sura þegar hann náði frákastinu. Sura hefur viðurkennt "glæpinn" en í viðtali eftir leikinn sagði hann að boltinn hafi runnið úr höndunum á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert