Víðavangshlaup ÍR haldið í 90. sinn

Víðavangshlaup ÍR fer að vanda fram á morgun, sumardaginn fyrsta og hefst það í Tjarnargötu kl. 13. Þetta er í nítugasta skipti sem hlaupið fer fram en það hefur ekki fallið úr hlaup síðan fyrst var keppt árið 1916. Hlaupnir verða 5 km um göturnar við Tjörnina og á stígum í Hljómskálagarðinum. Hlaupinu lýkur við Ráðhúsið og fyrstu hlauparar koma í mark eftir rúman stundarfjórðung frá því að þeir lögðu af stað.

Í tilefni afmælisins er meira haft við en venjulega. Sérstakir verðlaunapeningar hafa verið steyptir, glæsileg verðlaun verða veitt sigurvegurum í karla- og kvennaflokki, litprentuð leikskrá hefur verið gerð og hið ómissandi kaffihlaðborð að hlaupi loknu verður hlaðið veisluföngum. Sérstök athygli er vakin á þætti ræsisins, Marteins Guðjónssonar, sleggjukastara úr ÍR, sem hefur ræst hlaupið yfir fimmtíu sinnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert