Vilhelm tók við Sjómannabikarnum

Vilhelm Hafþórsson með Sjómannabikarinn.
Vilhelm Hafþórsson með Sjómannabikarinn. mbl.is

Vilhelm Hafþórsson úr Óðni á Akureyri hlaut Sjómannabikarinn til varðveislu að loknu hinu árlega Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra í innilauginni í Laugardal. Vilhelm vann besta afrek mótsins þegar hann synti 50 metra skriðsund á 28,80 sekúndum.

Fyrir það fékk hann 657 stig. Kolbrún Stefánsdóttir úr  Firði kom næst með 542 stig fyrir 50 m bringusund þar sem hún synti á 45,14 sekúndum. Guðmundur Hermannsson, ÍFR, varð þriðji en hann synti 50 m skriðsund á 32,08 sekúndum og fékk fyrir það 443 stig. Það eru ungmenni 17 ára og yngri sem taka þátt í mótinu.

Þetta er í annað sinn sem sundmaður úr Óðni hlýtur bikarinn til varðveislu. Hann var nú afhentur í 27. skipti en það var Sigmar Ólason sjómaður á Reyðarfirði sem gaf hann á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert