Esjumenn skelltu Birninum

Ólafur Björnsson skoraði tvö mörk fyrir Esju í kvöld og …
Ólafur Björnsson skoraði tvö mörk fyrir Esju í kvöld og er hér með pökkinn í leiknum en Úlfar Andrésson fylgist með honum. mbl.is/Golli

Björninn og UMFK Esja áttust við á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöllinni í kvöld og lauk leiknum með sigri Esju, 7:3. Með sigrinum lyfti Esja sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig, einu meira stigi  en Björninn. 

Liðið Esju tók forystuna í leiknum strax á fyrstu mínútu en Bjarnarmenn hleyptu þeim ekki langt frá sér og í fyrstu og annarri lotu munaði aldrei meira en einu marki á liðunum.  Esjumenn nýttu sér vel um miðbik leiksins að vera manni fleiri á ísnum en í bæði skiptin skoraði Kanadamaðurinn Kole Bryce með hörkuskotum af löngu færi. Staðan var 4:3 eftir aðra lotu.

Í þriðju og síðustu lotunni buldu skotin hinsvegar á marki Bjarnarins og Esjumenn gulltryggðu sér sigurinn með því að skora þrjú mörk án þess að Björninn næði að svara fyrir sig.

„Þetta var besti leikurinn okkar á tímabilinu og fullt af góðum punktum sem við getum byggt á,“ sagði Gunnar Guðmundsson fyrirliði Esju kátur og bætti við: „Við bíðum spenntir eftir að takast á við Akureyringana eftir viku“.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Falur Birkir Guðnason 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Lars Foder 1/0
Arnar Breki Elfar 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Aron Knútsson 0/1
Brynjar Bergmann 0/1

Refsingar Björninn:  16 mínútur.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:

Ólafur Hrafn Björnsson 2/1
Kole Bryce 2/0
Egill Þormóðsson 1/2
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Pétur Maack 1/0
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Matthías S Sigurðsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 6 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert