Eygló ekki í úrslit en var undir gamla metinu

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. mbl.is / Ómar Óskarsson

Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki í úrslit í 100 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi.

Eygló Ósk bætti Íslandsmetið í greininni í undanrásum í morgun þegar hún átti níunda besta tímann, 1:00,25 mínútu en fyrra met hennar var 1:00,89 mínútur.

Í undanúrslitunum nú síðdegis synti Eygló ósk á 1:00,69 mínútum sem einnig er undir gamla Íslandsmeti hennar. Hún varð fimmtánda, 2,13 sekúndum frá Emily Seebohm sem átti besta tímann en átta efstu komust í úrslit.

Eygló keppir í sinni aðalgrein, 200 metra baksundi, síðar í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert