Bræðurnir höfðu betur gegn HK

Liðin stilltu sér upp að leiknum loknum í dag.
Liðin stilltu sér upp að leiknum loknum í dag. Ljósmynd/HK

HK lauk í dag keppni á Norður-Evrópumótinu í blaki karla en riðillinn fór fram í Tromsö í Noregi. Í síðasta leik sínum í dag mætti HK danska liðinu Marienlyst en með því leika bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. 

Leiknum lauk með sigri Marienlyst, 3:0.  Hrinurnar fóru 25:12, 25:23 og 25:17.  Það var ljóst að leikurinn yrði mjög erfiður fyrir HK þar sem Marienlyst hafði sigrað bæði BKT og Randaberg sem HK hafði áður tapað fyrir.  Andreas Halldórsson var kosinn besti leikmaður HK í dag af mótshöldurum.  

Marienlyst vann riðilinn og er komið áfram í fjögurra liða úrslit sem verða í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert