Hrafnhildur sjötta í Singapúr

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í sjötta sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsbikarmóti í Singapúr í morgun.

Hrafnhildur synti á tímanum 1.06,81 mínútu og var um einni sekúndu frá Íslandsmeti sínu en margir keppinautar hennar frá Ólympíuleikunum í Ríó í sumar taka þátt í mótinu.

Þetta er fyrsta heimsbikarmótið af þremur sem Hrafnhildur tekur þátt í. Hún keppir í Tókýó í Japan 25.-26 október og í Hong Kong lokahelgina í október. Hrafnhildur mun keppa í 50, 100 og 200 bringusundi á mótunum þremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert