Brady upp fyrir Manning

Tom Brady
Tom Brady AFP

Enginn leikstjórnandi hefur unnið fleiri leiki í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum heldur en Tom Brady en hann sló um helgina met Paytons Manning. 

Brady hefur spilað 201 sigurleik eftir að hafa stýrt sóknarleik New England Patriots í sigri á Los Angeles Rams 26:10. 

Brady hefur leikið 264 leiki í deildinni og er á sínu 17. tímabili í deildinni. Peyton Manning vann 200 leiki í 293 tilraunum. Í þriðja sæti er einnig lifandi goðsögn, Brett Favre, með 199 sigra.

Tom Brady er 39 ára og var ekki valinn fyrr en númer 199 í nýliðavalinu árið 2000 en ferill hans hefur þróast með allt öðrum hætti en menn bjuggust við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert