Bryndís í undanúrslit á Íslandsmeti

Bryndís Rún Hansen.
Bryndís Rún Hansen.

Íslendingar eiga fulltrúa í öllum greinum dagsins í undanrásum á HM í 25 metra laug í Kanada í dag. Bryndís Rún Hansen úr Óðni var rétt í þessu að tryggja sér sæti í undanúrslitum í 50 metra flugsundi.

Bryndís synti á 26,22 sekúndum í dag og varð í 15. sæti í undanrásunum, en sextán komust áfram í undanúrslitin. Hún bætti þar með fimm ára gamalt Íslandsmet sitt um 48/100 úr sekúndu. Undanúrslitin fara fram í kvöld.

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð í 33. sæti í 100 metra fjórsundi en hann synti á 55,19 sekúndum. Synda þurfti á 53,57 sekúndum til að ná inn í sextán manna undanúrslitin. Viktor Máni Vilbergsson úr SH varð í 44. sæti á 56,79 sekúndum. Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson en það er 54,30 sekúndur, sett í Helsinki fyrir 10 árum.

Sex greinum er ólokið í undanrásunum í dag og eru Íslendingar með í þeim öllum.

Bryndís Rún Hansen á HM í Windsor.
Bryndís Rún Hansen á HM í Windsor.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert