Ísfirðingar hlutskarpastir í 25 kílómetrum

Frá göngunni í blíðunni á Ísafirði.
Frá göngunni í blíðunni á Ísafirði. Ljós­mynd/​Gústi Photography

Steven Gromatka frá Ísafirði kom fyrstur í mark í 25 kílómetra skíðagöngu í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði í dag á tímanum 01.29.00,3. Annar varð Ísfirðingurinn Pétur Tryggvi Pétursson á tímanum 01.29.50.

Í kvennaflokki var fyrst til að ljúka keppni Fanney Rún Stefánsdóttir á tímanum 01.40.1,3 önnur varð Kolfinna Íris Rúnarsdóttir á tímanum 01.42.28,1 og þriðja varð Michaela Prochazkova frá Tékklandi á tímanum 01.46.43,5.

Eins og áður kom fram setti Norðmaðurinn heimsfrægi Petter Northug brautarmet í 50 km göngu á tímanum 02.19.43,5. Norski skíðagöngukapp­inn Run­ar Skaug Mat­hisen varð ann­ar á tím­an­um 02.19.47,3. Þriðji og fyrst­ur Íslend­inga var Snorri Ein­ars­son á tím­an­um 02.22.16,9.

Fyrst í kvennaflokki var Britta Johansson Norgren frá Svíþjóð á tímanum 02.41.02,5. Önnur var Caitlin Gregg frá Bandaríkjunum á tímanum 02.52.19,7. Í þriðja sæti einnig frá Bandaríkjunum var Brandy Stewart á tímanum 02.54.14,0.

Að lokum var keppt í 12,5 km göngu. Þar var fyrstur í mark Hilmar Tryggvi Kárason á tímanum 00.51.45,2. Annar var Ævar Freyr Valbjörnsson á tímanum 00.53.00,8 og þriðji var Duraffour Remy frá Frakklandi á tímanum 00.54.26,7.

Í kvennaflokki var fyrst Beth Ireland frá Stóra-Bretlandi á tímanum 00.55.12,8. Önnur var Hrefna Dís Pálsdóttir á tímanum 01,03.55,8 og þriðja Ragnhildur Jónsdóttir á tímanum 01.10.37,0.

Petter Northug.
Petter Northug. Ljós­mynd/​Gústi Photography
Ljós­mynd/​Gústi Photography
Ljós­mynd/​Gústi Photography
Ljós­mynd/​Gústi Photography
Ljós­mynd/​Gústi Photography
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert