Sindri Hrafn fer til Eugene

Sindri Hrafn Guðmundsson.
Sindri Hrafn Guðmundsson. mbl.is/Styrmir Kári

Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, hefur tryggt sér keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramótinu sem fer fram í Eugene, Oregon, dagana 7. – 10. júní nk. Sindri náði þessum áfanga þegar hann kastaði 76,18 metra á móti vesturhluta háskóla í Austin í Texas í gær. 

Alls tóku 46 spjótkastarar þátt í keppninni í vesturdeildinni um 12 farseðla til Eugene og aðrir 12 munu komast þangað eftir forkeppni austurdeildarinnar. Sindri er nú í efsta sæti yfir spjótkastara á þessu svæði. 

Sindri Hrafn er þar með annar Íslendingurinn sem tryggir sér keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramótinu að þessu sinni. Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari innsiglaði einnig sinn keppnisrétt á mótið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert