Sara Lind og Rafn Kumar sigruðu

Rafn Kumar Bonifacius sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius.
Rafn Kumar Bonifacius sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius. Ljósmynd/Tennissamband Íslands

Þau Sara Lind Þorkelsdóttir, Víkingi, og Rafn Kumar Bonifacius, HMR, stóð upp sem sigurvegarar á Stórmóti Víkings í gær sem fram fór á tennisvöllum Víkings í Fossvogi.

Sara Lind lagði Rán Christer, TFK, 7:5 og 6:4, í hörkuleik sem stóð í rúmlega eina og hálfa klukkustund.  Sara byrjaði af miklum krafti og var yfir 4:0 eftir 15 mínútur áður en Rán náði að fækka mistökum, spila með talsvert meira öryggi og jafna leikinn 4:4. Staðan var svo 5:5 þegar Sara náði að vinna langan lotu og kláraði settið 7:5.

Seinna settið byrjaði vel fyrir Söru og var hún kominn yfir 3:0 áður en þær skiptust á að vinna sitt hvora lotuna og vann Sara Lind leikinn því 7:5 og 6:4. 

Í úrslitaleik karla vann Rafn Kumar föður sinn Raj K. Bonifacius, Víkingi, 6:4 og 6:2. Leikurinn var mjög jafnt í fyrsta setti en Raj gerði allt of mörg mistök í seinna setti.  

Í úrslitaleik tvíliðaleiks voru það þær Inga Lind Karlsdóttir og Rut Steinsen sem sigruðu. Kristín Dana Husted og Hanna Jóna mættu þeim í spennandi úrslitaleik sem fór 6:3, 3:6 og 10:8.  

Næstu mót á dagskrá er Miðnæturmót Víkngs sem hefst á þriðjudaginn, 27.júní kl. 18.

Sara Lind Þorkelsdóttir slær í mótinu í gær.
Sara Lind Þorkelsdóttir slær í mótinu í gær. Ljósmynd/Tennissamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert