Nýkrýndir stigameistarar

Vikar Jónasson og Berglind Björnsdóttir, nýkrýndir stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar,
Vikar Jónasson og Berglind Björnsdóttir, nýkrýndir stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar, Ljósmynd/GSÍ

Securitas-mótinu í golfi lauk í gær, en keppt var um GR-bikarinn á Grafarholtsvelli. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, en aðeins efstu kylfingar stigalistans komust inn á mótið. Mikil spenna var í báðum flokkum, en Aron Snær Júlíusson (GKG) bar sigur úr býtum í karlaflokki á samtals níu höggum undir pari (67, 70, 67) og krækti í hvorki meira né meira en 16 fugla í mótinu.

Karen Guðnadóttir (GS) vann kvennaflokkinn, en hún lék á pari vallar í gær. Samtals lék hún á 11 höggum yfir pari (77, 76, 71), einu höggi betur en heimakonan Berglind Björnsdóttir.

Helst ber þó að nefna að stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar voru krýndir í gær, en það voru Berglind og Vikar Jónasson (GK). Morgunblaðið ræddi við stigameistarana að mótinu loknu, en bæði unnu þau tvö mót á tímabilinu.

„Sumarið er búið að vera svolítið upp og niður. Ég vann náttúrlega tvö mót sem var mjög fínt en missti af einu móti líka af því ég var erlendis að keppa. Ég er ánægð með að þrátt fyrir það takist mér að vinna stigameistaratitilinn. Ég er búin að átta mig á nokkrum atriðum í lok sumars sem ég held að muni stuðla að lægra skori,“ sagði Berglind.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert