Umdeildar æfingar á Akranesi vekja athygli

Norðurlandameistaramót verður haldið hér á landi fyrstu helgina í desember.
Norðurlandameistaramót verður haldið hér á landi fyrstu helgina í desember. mbl.is/Hari

Undirbúningur íslensks sundfólks fyrir Norðurlandameistaramótið 1.-3. desember næstkomandi hefur vakið athygli norskra fjölmiðla.

Þar er birt myndskeið af sundfólki við æfingar á Akranesi í kuldabyl, og því slegið upp í fréttinni hvort hér séu síðustu víkingarnir á ferðinni. Ekki er þetta þó óumdeilt.

Heimildir mbl.is herma að foreldrar á Akranesi séu ekki á eitt sáttir og eru dæmi um að iðkendur komi lemstraðir heim af æfingum eftir að hafa synt á móti vindi. Þá gerir kuldinn sundfólkinu erfitt fyrir, þar sem það stífnar upp í öxlum.

Myndskeiðið sem um ræðir má sjá hér að neðan, en mótið fer fram í Laugardalslaug og vekur það ekki minni athygli að æft sé svo stíft utandyra fyrir mót sem haldið er í innilaug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert