Frakkar missa lykilmann

France's Timothey N'Guessan stekkur yfir norsku vörnina.
France's Timothey N'Guessan stekkur yfir norsku vörnina. AFP

Í gær varð ljóst að Barcelona-maðurinn Timothey N'Guessan myndi ekki spila meira með Frökkum á EM í handbolta í Króatíu, vegna meiðsla.

N'Guessan var eina eiginlega vinstriskyttan í franska hópnum en William Accambray, Olivier Nyokas og Mathieu Grébille gátu ekki farið á mótið vegna meiðsla.

Samkvæmt frétt Aftonbladet búast Svíar við að það komi í hlut Nikola Karabatic og hornamannsins Kentins Mahés að spila í vinstriskyttustöðunni. Ekki var ljóst í gær hvaða leikmann þjálfarinn Didier Dinart hygðist kalla inn í 16 manna hópinn sinn fyrir N'Guessan, en Frakkar mæta Svíum á morgun í fyrsta leik sínum í milliriðlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert