Stefna á sjötta titilinn

Tom Brady kastar gegn Jacksonville Jaguars.
Tom Brady kastar gegn Jacksonville Jaguars. AFP

Eins og bent hefur verið á í fyrri pistlum, er mikill akkur fyrir góð NFL lið í því að vera með besta vinningshlutfallið í sitthvorri deildakeppni, þar sem það gefur þeim tveimur liðum langauðveldustu leiðina í úrslitaleikinn – Ofurskálarleikinn svokallaða. Eftir deildakeppnina á þessu keppnistímabili var það New England Patriots í Ameríkudeild og Philadelphia Eagles í Landsdeild sem enduðu á toppnum í sitthvorri deild.

Þessi lið sátu hjá í fyrstu umferð og fengu síðan tvo heimaleiki til að komast í úrslitaleikinn. Þetta tókst báðum liðum á sunnudag og munu þau því leika saman í Ofurskálarleiknum í Minneapolis 4. febrúar.

Í undanúrslitunum á sunnudag var það því New England sem beið heima eftir heimsókn Jacksonville Jaguars (já, þú ert að lesa rétt) og Philadelphia gerði sig tilbúið fyrir heimaleikinn gegn Minnesota Vikings.

Óreyndir leikstjórnendur

Þessi úrslitakeppni hefur verið óvenjuleg þar sem þrjú af fjórum liðunum voru að leika með varaleikstjórnendur eftir meiðsl byrjunarleikmanna (Philadelphia og Minnesota), eða með leikmann sem aldrei áður hefur sýnt snilldartakta (Jacksonville).

Staða leikstjórnanda (quarterback) í NFL ruðningnum hefur venjulega verið talin mikilvægasta leikstaða í liðsíþrótt hér í Bandaríkjunum.

Leikstjórnandinn hefur venjulega meiri áhrif á gengi liðs en nokkur annar leikmaður og hafa því sérfræðingar íþróttarinnar venjulega haldið fram að næsta vonlaust sé fyrir lið að vinna meistaratitilinn án góðs leikstjórnanda.

Eina liðið með byrjunarmann sinn (New England) var þó eflaust með besta leikmanninn í sögu NFL deildarinnar, Tom Brady. Hann var að sækjast eftir sjötta meistatatitli sínum.

Ítarlega grein um úrslitakeppni NFL-deildarinnar má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert