Sturla á ferð í svigi – Nær Hirscher þrennu?

Sturla Snær á fleygiferð í stórsviginu á Vetrarólymíuleikunum í Pyeongchang.
Sturla Snær á fleygiferð í stórsviginu á Vetrarólymíuleikunum í Pyeongchang. AFP

Reykvíkingurinn Sturla Snær Snorrason mun ef veður lofar ljúka keppni á sínum fyrstu Vetrarólympíuleikum í nótt þegar hann keppir í svigi í Pyeongchang.

Þetta er seinni grein Sturlu á leikunum en hann keppti í stórsvigi um helgina, þar sem honum hlekktist á undir lok fyrri ferðar svo hann náði ekki að ljúka keppni.

Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher þykir sigurstranglegastur í sviginu en hann hefur þegar unnið til tvennra gullverðlauna í Pyeongchang; í stórsvigi og alpatvíkeppni. Síðustu hálfa öldina hefur engum keppanda í alpagreinum karla tekist að vinna þrenn gullverðlaun á sömu leikum, eða síðan Jean-Claude Killy afrekaði það árið 1968.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert