Varði 31 skot og Rússar í úrslitin

Leikmenn Rússa fagna sigrinum í dag.
Leikmenn Rússa fagna sigrinum í dag. AFP

Vasili Koshechkin, markvörður rússneska karlalandsliðsins í íshokkí, var hetja sinna manna þegar þeir tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í S-Kóreu í dag.

Koshechkin varði 31 skot í leiknum sem Rússar fögnuðu sigri í, 3:0. Rússar, sem hafa ekki unnið ólympíumeistaratitilinn í íshokkí síðan árið 1992, mæta Kanadamönnum eða Þjóðverjum í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudaginn en Kanada og Þýskaland mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni síðar í dag.

Nikita Gusev og Vladislav Gavrikov komu Rússum í 2:0 í öðrum leikhluta og undir lok leiksins innsiglaði Ilya Kovalchuk sigur Rússanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert