Kona í fyrsta sinn formaður í glímunni

Ársþing Glímusambands Íslands fór fram nú um helgina, en þetta var 54. ársþing sambandsins. Ljóst var að nýr formaður yrði kosinn á þinginu þar sem sitjandi formaður, Ólafur Oddur Sigurðsson, hafði gefið það út fyrri þingið að hann gæfi ekki kost á sér lengur sem formaður sambandsins.

Tvö voru í framboði til formanns, þau Svana Hrönn Jóhannsdóttir og Sigurjón Leifsson. Svana sigraði kosninguna með yfirburðum, en hún hlaut hún 18 atkvæði gegn 3 hjá Sigurjóni. Þrjár aðrar konur voru síðan kjörnar í stjórnina og einn karlmaður.

Aðalstjórn Glímusambandsins er því þannig skipuð: Formaður, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, aðrir í stjórn eru: Jóhanna Guðrún Snæfeld, Margrét Rún Rúnarsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Guðmundur Stefán Gunnarsson. Til vara eru Snær Seljan Þóroddsson, Þórður Vilberg Guðmundsson og Gunnar Gústav Logason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert