Guðmundur Sveinn tekur við af Pellerin

Guðmundur Sveinn Hafþórsson.
Guðmundur Sveinn Hafþórsson. Ljósmynd/aegir.is

Sundfélagið Ægir hefur ráðið Guðmund Svein Hafþórsson sem yfirþjálfara félagsins frá 1. ágúst næstkomandi. Guðmundur er 37 ára, íþróttafræðingur að mennt og hefur starfað við sundíþróttina mest alla sína starfsævi. Hann hefur lokið öllum þjálfaragráðum Sundsambands Íslands sem og þjálfaragráðum ÍSÍ. Ægir greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 

Þá hefur hann nýverið lokið 5. gráðu eða hæsta stigi hjá ameríska sundþjálfarasambandinu ASCA. Guðmundur var sundmaður á yngri árum, fyrst hjá Ármanni undir handleiðslu föður síns Hafþórs Guðmundssonar og síðar með SH hjá Brian Marshall.

Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað víða með góðum árangri. Hann tekur við af Jacky Pellerin, en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Ægir sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að Pellerin hafi hætt, en í samtali við mbl.is sagði hann það ekki rétt, félagið ákvað að endurnýja ekki samning hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert