Fann þetta smella þegar ég sleppti kringlunni

Thelma Lind Kristjánsdóttir með Íslandsmetið staðfest á töflunni í Borgarnesi …
Thelma Lind Kristjánsdóttir með Íslandsmetið staðfest á töflunni í Borgarnesi eftir kastið góða. Ljósmynd/FRÍ

Kringlukastarinn Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet Guðrúnar Ingólfsdóttur í fyrrakvöld þegar hún kastaði kringlunni 54,69 metra á Kastmóti UMSB í Borgarnesi. Gamla metið í greininni var 53,86 metrar og bætti Thelma því metið um tæpan metra. Hún hefur vægast sagt átt góða viku en hún varð Íslandsmeistari í kringlukasti um síðustu helgi á Meistaramóti Íslands á Sauðárkróki.

„Ég er fyrst og fremst ánægð með þennan góða árangur og það kom mér mér skemmtilega á óvart hversu langt ég var yfir Íslandsmetinu. Ég var búin að kasta aðeins yfir metinu sjálfu á æfingum en aldrei verið nálægt 54,69 metrum. Ég er búin að æfa mjög vel í sumar og af miklum krafti. Veðrið og aðstæðurnar voru í raun fullkomnar. Það var góður hiti, smá hafgola frá hægri sem hjálpar stundum í kringlunni og þetta small einhvern veginn allt hjá mér í kastinu sjálfu. Aðalmarkmiðið mitt í sumar var að ná þessu meti, það hefur aðeins legið í loftinu og fyrir mér var þetta bara tímaspursmál. Íslandsmetið var orðið 36 ára og það var löngu kominn tími á að bæta það.“

Hún og Ásdís Hjálmsdóttir háðu harða baráttu um sigurinn í kringlukastinu á Sauðárkróki þar sem Thelma endaði á að kasta 49,85 metra en Ásdís kastaði kringlunni best 48,18 metra.

Sjá viðtalið við Thelmu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert