Tveir Spánverjar í Þrótt

Þróttur er ríkjandi Íslandsmeistari.
Þróttur er ríkjandi Íslandsmeistari. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Blakdeild Þróttar Neskaupstað hefur samið við tvo spænska leikmenn fyrir komandi tímabil. Laura Ortega mun spila með kvennaliði félagsins og Miguel Ramos með karlaliðinu, en þau eru bæði kantsmassarar. Blakfrettir.is greindi frá. 

Ortega er 25 ára gömul og 172 cm á hæð. Hún hefur leikið í annarri deildinni á Spáni í mörg ár með liði Almería en lék einnig eitt tímabil í Belgíu, þá sem frelsingi. Hún er öflug í móttöku og mun að öllum líkindum gefa liðinu mikinn stöðugleika í móttöku og vörn.  

Ramos er margreyndur 36 ára gamall kantsmassari sem hefur leikið í efstu tveimur deildum Spánar. Hann er 197 cm á hæð og hefur leikið með yngri landsliðum Spánar auk þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum með félagsliðum sínum í Málaga og Almería.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert