Kim fyrsta konan í sögunni (myndskeið)

Chloe Kim er besta snjóbrettakona heims þrátt fyrir að vera …
Chloe Kim er besta snjóbrettakona heims þrátt fyrir að vera einungis 18 ára gömul. AFP

Snjóbrettakonan Chloe Kim varð um helgina fyrsta konan í sögu snjóbrettaíþróttarinnar til þess að lenda tvöfaldri, 1080°, framsnúningsskrúfu á æfingu í svissnesku ölpunum. Kim, sem er einungis 18 ára gömul, vann til gullverðlauna í hálfpípu á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Kóreu í ár og varð þar með yngsta konan í sögunni til þess að vinna til gullverðlauna á vetrarólympíuleikum.

Hún er jafnframt fyrsti snjóbrettakeppandinn í hálfpípu til þess að vinna gull á Ólympíuleikum, X-leikunum og Opna bandaríska meistaramótinu en þetta afrekaði hún allt á síðasta keppnistímabili. Kim er stödd í Sviss þessa dagana þar sem hún undirbýr sig af fullum krafti fyrir næsta keppnistímabil sem hefst eftir tvo mánuði en hún tók sér frí eftir Ólympíuleikana í Pyeongchang og hefur ekki keppt í rúma sjö mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert