Tvíburar í ævilangt keppnisbann

Bræðurnir voru sektaðir um 190 þúsund evrur.
Bræðurnir voru sektaðir um 190 þúsund evrur.

Tvíburar frá Úkraínu, sem voru atvinnumenn í tennis, hafa verið settir í ævilangt keppnisbann frá íþróttinni fyrir að hagræða úrslitum í leikjum sínum. 

Eftir umfansmikla rannsókn þykir sannað að þeir Gleb og Vadim Alekseenko hafi hagrætt úrslitum í leikjum sínum í fjórum alþjóðlegum mótum sem fram fóru í Rúmeníu, Rússlandi, Þýskalandi og Tyrklandi. 

Fengu þeir þriðja aðila til að veðja fyrir sig á leiki sem þeir spiluðu og högnuðust á hagræðingu úrslita. Voru þeir einnig sektaðir um 190 þúsund evrur hvor um sig. 

Þeir bræður náðu hæst í 497. og 609. sæti heimslistans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert