Önnur bronsverðlaun í höfn á EM

Hluti blönduðu sveitarinnar í keppninni í morgun á EM í …
Hluti blönduðu sveitarinnar í keppninni í morgun á EM í Portúgal. Ljósmynd/Kristinn Arason

Blönduð sveit Íslands vann til bronsverðlaun á Evrópumótinu í hópfimleikum í Portúgal rétt í þessum. Sveitin fékk samtals 53.000 stig og innsiglaði bronsið með afar góðum dansæfingum í lokin og komst þar með upp fyrir Noreg á lokasprettinum eftir æsispennandi keppni. Þetta eru önnur verðlaun Íslands á mótinu en í gærkvöld hlaut stúlknasveitin  einnig bronsverðlaun.

Svíar urðu Evrópumeistarar. Þeir fengu 56.450 stig, en Danir hrepptu annað sætið með samtals 55.350.

Blandaða sveitin fékk fljúgandi viðbragð í fyrstu umferð, ef svo má taka til orða. Tvær fyrstu umferðir af þremur í dýnustökkum tókust svo ljómandi vel, litlir hnökrar á kraftmiklum og skemmtilegum stökkum.  Síðustu sex stökkin tókust hinsvegar misjafnlega, tvær af stúlkunum áttu í erfiðleikum og einn piltanna náði ekki að stöðva sig í afstökkinu fyrir en við enda dýnunnar.  Mistökin kostuðu sitt og niðurstaðan var 17.100 stig í einkunn, 0.650 stigum lægra en í undankeppninni á fimmtudagskvöld.

Í annarri umferð fór íslenska sveitin í átján trampolínstökk sem gengu misjafnlega, sérstaklega lendingar hjá körlunum sem gegnu misjafnlega, ekki síst í lokaumferðinni. Einkunnin var 17.150 var nánast það sama og í undankeppninni, 17.100.

Fyrir lokaumferðinni var íslenska sveitin í fjórða sæti á eftir Noregi, en ljóst var að keppnin um gullið stæði á milli Dana og Svía. Það varð vatn á myllu danska liðsins að ein öflugasta stúlkan í sænku sveitinni meiddist í afstökku á trampolíni og varð að hætta keppni. Svíar stukku dýnustökk í lokaumferðinni. Þeir fengu hinsvegar 1.600 stigum meira en Danir fyrir dansinn þannig að Svíar áttu nokkuð forskot á Dani fyrir loka þrautina.

En að íslenska liðinu. Fyrir lokaumferðinni var ljóst að íslensk sveitin varð að vinna að 1.050 stigum meira en sú norska til þess að krækja í bronsverðlaunin. Dans var lokagrein íslenska liðsins en Norðmenn stukku á trampolíni.

Norðmenn luku við trampolínstökkin áður en íslenska liðið fór í dansinn. Norska sveitin fékk sömu einkunn og sú íslenska 17.100. Þar með var það einfalt reikningsatriði að íslenska liðið þurfti að ná a.m.k. 18.200 stigum fyrir dansinn til þess að skjótast upp fyrir norsku sveitina og hirða bronsverðlaunin. Spennan var því mikil jafnt utan vallar sem innan þegar íslenska sveitin gekk út á gólfið og hóf dansatriði sitt. Loftið var hreinlega rafmagnað að dansinum loknum og beðið var niðurstöðu dómaranna eftir aldeilis ágætt dansatriði hópsins sem var án stórra mistaka.

Einkunnin var 18.750 þar með var bronsið í höfn. Frábært hjá þeim.

Frá keppni í stökku á EM í hópfimleikum hvar íslenska …
Frá keppni í stökku á EM í hópfimleikum hvar íslenska sveitin vann bronsverðlaun í flokki blandara sveita. Ljósmynd/Kristinn Arason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert