Ekki öll úti í kuldanum

Rússar hafa þurft að keppa undir hlutlausum fána vegna lyfjamála.
Rússar hafa þurft að keppa undir hlutlausum fána vegna lyfjamála. AFP

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tekið þá ákvörðun að leyfa fjörutíu og tveimur íþróttamönnum frá Rússlandi að keppa á alþjóðlegum mótum á innanhústímabilinu í vetur. Íþróttafólkinu verður þó ekki heimilt að keppa undir merkjum Rússlands heldur geta þau keppt án þess að vera tengd neinu ríki hafi þau áhuga að þiggja boðið.

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í keppnisbann í nóvember árið 2015 eftir að upp komst um skipulagt lyfjamisferli. Í desember komu Rússar sér aftur í vandræði þegar eftirlitsmönnum Alþjóðalyfjaeftirlitsins var meinað að skoða lyfjaeftirlitið í Moskvu eins og ákveðið hafði verið.

Stærsta mótið á keppnistímabilinu innanhúss í Evrópu er Evrópumeistaramótið sem að þessu sinni er haldið í Glasgow í byrjun mars. Aníta Hinriksdóttir fékk bronsverðlaun á EM fyrir tveimur árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert