Serena úr leik á ótrúlegan hátt

Serena Williams er úr leik.
Serena Williams er úr leik. AFP

Serena Williams er úr leik á fyrsta risamóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu, eftir heint magnaða viðureign í átta manna úrslitum gegn Karolinu Pliskovu frá Tékklandi í morgun.

Serena tapaði fyrsta setti 6:4 en vann það næsta 6:4. Allt virtist svo stefna í sigur hennar í þriðja setti. Hún var komin 5:1 yfir og þurfti aðeins eitt stig í viðbót til sigurs þegar allt hrökk í baklás. Pliskova skoraði sex stig í röð, vann settið 7:5 og leikinn 2:1. Ótrúlegur viðsnúningur.

Serena verður því ekki að ósk sinni að komast í sögubækur tennisheimsins á þessu móti, en titillinn hefði orðið hennar 24. í röðinni af risatitlum. Aðeins Margaret Court hefur afrekað það. Pliskova mun mæta Naomi Osaka í undanúrslitum.

Karolina Pliskova fagnar í dag.
Karolina Pliskova fagnar í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert