Trausti Þór sekúndu frá Íslandsmetinu

Trausti Þór Þorsteins.
Trausti Þór Þorsteins. Ljósmynd/FRÍ

Ármenningurinn Trausti Þór Þorsteins var einni sekúndu frá Íslandsmetinu í 10 km götuhlaupi nú á dögunum. Hlaupið fór fram í Buffalo í Bandaríkjunum en Trausti stundar nám og keppir fyrir Wagner-háskóla í New York.

Trausti Þór kom í mark á 29:50 mínútum en Íslandsmetið í greininni er 29:49 mínútur sem Hlynur Andrésson setti fyrr á þessu ári. 

Trausti Þór er á sínu öðru ári í Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið að ná góðum árangri og er að sanna sig sem einn efnilegasti hlaupari landsins. Fyrr á þessu ári varð hann svæðismeistari í 1.500 metra hlaupi í Norðaustur-Bandaríkjunum, svæði sem telur hátt í 300 skóla. Hann á einnig nokkur piltamet og er nú farinn að gera alvöruatlögu að Íslandsmetum í fullorðinsflokki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert