Ásmundur og Guðbjört sigursæl

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson fögnuðu sigri.
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson fögnuðu sigri. Ljósmynd/Glímusamband Íslands

Um helgina fór fram Tímamót Glímusambands Íslands. Á Tímamóti gilda örlítið aðrar reglur en á venjulegu glímumóti, en það er stigamót þar sem keppendi fær stig fyrir það hversu fljótur hann er að leggja andstæðinginn.

Sigurvegarinn hlýtur 10 stig fyrir að leggja andstæðinginn á fyrstu 12 sekúndunum, svo níu stig fyrir næstu 12 sekúndurnar o.s.frv.

Ásmundur H. Ásmundsson UÍA sigraði í opnum flokki karla og +84 kg flokki og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir GFD sigraði í opnum flokki kvenna. Í þyngdarflokkum sigraði Heiðrún Fjóla Pálsdóttir UMFN í +70 kg flokki, Ægir Halldórsson UÍA sigraði í -84 kg flokki og Hákon Gunnarsson UÍA og Jóhanna Vigdís Pálmadóttir GFD sigruðu í unglingaflokkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert