Golf og ruðningur á Ólympíuleika

Tiger Woods ætlar á Ólympíuleikana.
Tiger Woods ætlar á Ólympíuleikana. Reuters

Golf og ruðningur, þar sem sjö leikmenn eru inná í hvoru liði, verða líklegast nýjar greinar á Ólympíuleikunum í Berlín 2016. Framkvæmdastjórn Alþjóða ólympíunefndarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í gær en fyrirvari er þó enn á og endanleg niðurstaða verður tekin á fundi nefndarinnar í Kaupmannahöfn í október.

Mjúkbolti, skvass, hafnabolti, karate og hjólaskautar verða að bíða eitthvað eftir að verða samþykkt á leikana, en sóst hefur verið eftir því að þessar greinar verði á leikunum.

Golf var ólympíugrein fyrir margt löngu, en síðast var leikið golf á Ólympíuleikum árið 1904.

Mikið hefur verið rætt um hvort bestu kylfingar heims muni mæta á leikana. Tiger Woods tilkynnti í gær að hann myndi mæta og Jacques Rogge, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, segist ekki óttast að bestu kylfingarnir láti ekki sjá sig. „Þessu var einnig haldið fram þegar tennis og íshokkí voru nýjar greinar en allir bestu tennisspilarar heims mæta á Ólympíuleika og ég er viss um að bestu kylfingar heims munu mæta á leikana,“ sagði Rogge.

skuli@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert